Ályktun gegn hvalveiðum

Hvalskurður í Hvalfirði.
Hvalskurður í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Hópur þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur lagt fram ályktunartillögu þar sem segir að Bandaríkin eigi að beita öllum viðeigandi aðferðum til að binda enda á hverskonar hvalveiðar í atvinnuskyni, þar á meðal hvalveiðar í vísindaskyni, til að tryggja verndun hvalastofna. 

Ályktunartillögunni var vísað til utanríkismálanefndar þingsins. Í tillögunni er m.a. vísað til þess, að Bandaríkin hafi verið í fararbroddi ríkja sem fengu hvalveiðibann samþykkt í Alþjóðahvalveiðiráðinu og barist gegn hvalveiðum í rúma þrjá áratugi. Þrátt fyrir hvalveiðibannið haldi þrjú aðildarríki hvalveiðiráðsins áfram hvalveiðum og hundsi mótmæli annarra aðildarríkja.

Þá er fullyrt, að yfir 25 þúsund hvalir hafi verið veiddir frá því hvalveiðibannið var sett, þar af yfir 11 þúsund í vísindaskyni, sem séu þó að flestra þjóða mati ónauðsynlegar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert