Andlit barna á heilum vegg

mbl.is/Júlíus

Verið er að setja upp óvenjulegt listaverk á vegg, sem hylur brunnin hús á horni Lækjargötu og Austurstrætis í Reykjavík. Verkið er eftir pólsku listamennina Önnu Leoniak og Fiann Paul og þar sjást andlit tæplega þúsund barna frá þorpum og bæjum víðs vegar af landsbyggðinni á Íslandi. 

Verkið er sett upp í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Fram kemur á vef Listahátíðar, að verkefnið sé helgað þeirri kynslóð sem hefur framtíð byggða á Íslandi í höndum sér og er á sama tíma minnisvarði um fegurð og gildi hinna dreifðari byggða Íslands.  Dialogue á Íslandi sé hugsað sem upphafið að stærra alþjóðlegu verkefni sem taka muni til margra landa. 

Vefur Listahátíðar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert