Bloggarinn fundinn

Reuters

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af unglingspiltinum sem skrifaði bloggfærslu þess efnis að hann ætlaði að ráða skólafélaga af dögum og sprengja síðan Alþingishúsið í loft upp.  

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, sér pilturinn mikið eftir þessu og segir hann að um grín hafi verið að ræða hjá sér. Málið verður afgreitt í samstarfi við barnaverndaryfirvöld. 

Fyrr í dag ræddi lögreglan á Akureyri við manneskjuna sem skrifaði í bloggfærslu sinni að hún hefði sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu fósturföður síns. Verið er að skoða það mál í samstarfi við barnaverndaryfirvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert