Flóknara en ég gerði ráð fyrir

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra segir að það hafi reynst flóknara og tímafrekara verk að semja frumvarp sem breytir gjaldtöku greiðslumiðlunar sjávarútvegsins en hann taldi. Framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að LÍÚ vildi afnema þessi lög, en umrædd gjöld renna m.a. til LÍÚ og samtaka smábátasjómanna.

Umboðsmaður Alþingis komst fyrir nokkrum árum að þeirri niðurstöðu að gjaldheimta sem tengist greiðslumiðlun sjávarútvegs stæðist ekki stjórnarskrá. Í framhaldinu var skipuð nefnd sem fór yfir þessi mál, en hún komst að sömu niðurstöðu. „Í framhaldi af því freistuðum við þessi í sjávarútvegsráðuneytinu að finna niðurstöðu sem fæli í sér að lögin stæðust stjórnarskrána en um leið að þau tryggðu rekstrargrundvöll hagsmunasamtakanna í landinu. Ég hafði vænst þess að á þessu vetri sem er að líða tækist mér að leggja fram frumvarp sem tæki á þessu, en málið hefur reynst flóknara og umsvifameira heldur en ég gerði ráð fyrir. Ég tel að skipti miklu máli fyrir okkur að skilja ekki við þetta öðru vísu en þannig að hagsmunasamtökin hafi tekjulegan grundvöll. Þessi niðurstaða er einfaldlega ekki fengin ennþá,“ sagði Einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert