Hrópað af þingpöllum

Hluti baráttuhópsins á þingpöllum í dag.
Hluti baráttuhópsins á þingpöllum í dag. mbl.is/Júlíus

Um 100 manns svöruðu kalli bar­áttu­hóps at­vinnu­bíl­stjóra um að safn­ast sam­an á Aust­ur­velli í dag og mót­mæla því að ekk­ert sé gert til þess að bæta kjör fólks í land­inu, eins og seg­ir í áskor­un bar­áttu­hóps­ins. Hluti hóps­ins fór síðan inn í Alþing­is­húsið á þing­palla og þar gerðu nokkr­ir úr hópn­um hróp að þing­mönn­um meðan á fyr­ir­spurna­tíma stóð.  Þá þeyttu nokkr­ir bíl­stjór­ar flaut­ur utan við þing­húsið. 

Sturla Jóns­son, talsmaður bar­áttu­hóps­ins, sagði við mbl.is, að þetta væri í fyrsta  skipti á æv­inni sem hann kæmi á þing­palla og hann hefði orðið fyr­ir gríðarleg­um von­brigðum. Þarna væri fólk að tala um ástandið í öðrum lönd­um en sæi ekki út í garðinn hjá sér. „Þetta er grát­legt," sagði Sturla, sem kallaði til þing­manna, að þeir ættu að snúa sér að fólk­inu hér heima áður en þeir færu eitt­hvað annað.

Þess má geta að í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi, sem stóð yfir þegar hóp­ur­inn var á þing­pöll­um, var m.a. rætt um eft­ir­laun ráðherra og æðstu emb­ætt­is­manna, Evr­ópu­mál og hvers vegna ekki hefði verið boðin fram aðstoð ís­lensku rúst­a­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar vegna jarðskjálft­ans í Kína.

Sturla sagðist ekki vera ánægður með viðbrögð við ákalli, sem sent var út í gær um að fólk mætti á Aust­ur­völl nú í morg­un og mót­mælti því að ekk­ert væri gert til að bæta kjör fólks í land­inu. „Þjóðin virðist ekki ætla að vakna fyrr en búið er að henda henni út úr hús­un­um," sagði Sturla. „Þjóðin er svo meðvirk; þetta er eins og einn stór alkó­hólismi," bætti hann við.

Þá sagði hann varna von, að þing­menn, sem hefðu mörg­hundruð þúsund krón­ur á mánuði og trygg eft­ir­laun næðu því sem væri að ger­ast í þjóðfé­lag­inu.

Hann sagðist reikna með því, að kjarn­inn, sem hef­ur staðið fyr­ir aðgerðum und­an­farn­ar vik­ur, muni halda þeim áfram eitt­hvað leng­ur. 

Sturla Jónsson, bílstjóri, ávarpar viðstadda á Austurvelli.
Sturla Jóns­son, bíl­stjóri, ávarp­ar viðstadda á Aust­ur­velli. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert