Húsi sökkt í Tjörnina

00:00
00:00

Borg­ar­starfs­menn sáust í dag við held­ur óvenju­lega iðju en þeir voru að koma litlu húsi fyr­ir í Tjörn­inni. Þegar bet­ur var að gáð reynd­ist húsið vera lista­verk, sem mun mara í hálfu kafi í Tjörn­inni á meðan Lista­hátíð í Reykja­vík stend­ur yfir en hátíðin verður sett í dag.

Verkið nefn­ist Atlant­is og er eft­ir Tea Mäkipää og Hall­dór Úlfars­son. Á vef Lista­hátíðar seg­ir, að húsið sé tákn fyr­ir hug­mynd­ir okk­ar um að lifa af. Frá Tjarn­ar­bakk­an­um sést í eitt horn þessa litla húss; frá því staf­ar hlý­legri birtu og hljóðlát­ur er­ill dag­legs lífs ómar inni fyr­ir, allt frá rauli til rifr­ilda. 

mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert