Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, lýsti í kvöld yfir stuðningi stöðvarinnar við Júlíus Vífil Ingvarsson í embætti borgstjóra þegar Ólafur F Magnússon lætur af því embætti í mars á næsta ári.
Þetta kom fram í þættinum Hrafnaþingi, sem Ingvi Hrafn stýrir.Júlíus Vífill var gestur í þættinum ásamt Halli Hallssyni og Jóni Kristni Snæhólm, sem báðir tóku undir stuðningsyfirlýsingu ÍNN.
Í tilkynningu frá ÍNN er haft eftir Ingva Hrafni, að fyrir lægi að óhugsandi og ótækt væri, að láta hvarfla að sér að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ætti afturkvæmt í borgarstjórastólinn og óþolandi fyrir sjálfstæðismenn að vandræðagangur um leiðtogaval dragist endalaust á langinn.