Atvinnubílstjórar efndu til mótmæla á Austurvelli fyrir hádegið og var hópur þeirra mættur fyrir utan Alþingishúsið en að þessu sinni fótgangandi. Hluti hópsins fór síðan inn í Alþingishúsið á þingpalla og þar gerðu nokkrir úr hópnum hróp að þingmönnum meðan á fyrirspurnatíma stóð.
Lögreglan fylgdist með mótmælunum en ekki var ástæða til að grípa til aðgerða.
Bílstjórar munu hafa sent um 30 þúsund manns smáskilaboð í síma með boði um mótmælin í gærkvöldi en undirtektir voru ekki alveg í takti við þær væntingar en um 100 mótmælendur hlýddu á forsprakka bílstjóra Sturlu Jónsson flytja ræðu og héldu menn síðan á þingpalla en héldu þó ró sinni.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl: