Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir bílaumferð í dag vegna góðviðris, segir í tilkynningu frá borginni. Spáð hefur verið allt að 17 stiga hita suðvestanlands í dag.
Götunni verður lokað við Kirkjustræti. Lokun á góðviðrisdögum er þáttur í Grænum skrefum í Reykjavík um lifandi og skemmtilega borg, er haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni, borgarfulltrúa, í tilkynningunni.