Síminn mun loka verslunum sínum á Ísafirði og Egilstöðum og hefur gert þjónustusamninga við Netheima á Ísafirði og Tölvulistann á Egilsstöðum um að taka að sér þjónustu fyrir Símann.
Að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Skipta hf., eru þrjú stöðugildi í verslun Símans á Ísafirði og rúmlega 4 á Egilsstöðum en þar af mun einn starfsmaður halda áfram störfum hjá Símanum. Þá segir Pétur, að hluti þessara starfsmanna muni fara til starfa hjá þeim þjónustuaðilunum sem nú taka við þjónustunni.
Netheimar hafa sinnt vettvangsþjónustu fyrir Símann frá árinu 2005. Tölvulistinn rekur verslun á Egilstöðum.