Sinueldur í Elliðaárdal í dag

Slökkviliðsmaður að störfum í Elliðaárdal í dag.
Slökkviliðsmaður að störfum í Elliðaárdal í dag. mynd/Viktor Örn Guðlaugsson

Sinueldur kviknaði í Elliðaárdal rétt fyrir klukkan 16 í dag. Það tók Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. Töluverðar skemmdir urðu á trjágróðri.

Lítill sinueldur kviknaði austan megin við Perluna í dag en það tók stuttan tíma að slökkva hann og þakti hann ekki mikið svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert