Söluhagnaður fyrirtækja vegna hlutabréfa skattfrjáls

Alþingi samþykkti í dag sem lög frumvarp, sem felur í sér að söluhagnaður lögaðila, svo sem fyrirtækja, á hlutabréfum verður skattfrjáls. Var frumvarpið samþykkt með 33 atvæðum stjórnarliða, 13 þingmenn VG og Frjálslynda flokksins greiddu atkvæði gegn því en 6 þingmenn Framsóknarflokks sátu hjá.

Áður var felld breytingartillaga frá Kristni H. Gunnarssyni, þingmanni Frjálslynda flokksins, sem hélt því fram á vefsíðu sinni, að fyrirtæki í landinu losni við að greiða um 60 milljarða króna í skatt vegna hagnaðar af hlutabréfasölu árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert