Þreyta vegna ógæfufólks við svefnherbergisglugga

Íbúar í nágrenni við veitingastaðinn Mónakó við Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur sætta sig ekki við að staðurinn fái að selja áfengi frá klukkan 11 á morgnana fram á kvöld og segja að gestir staðarins valdi miklu ónæði fyrir utan sóðaskapinn og óþægindin sem flestum þeirra fylgi. Snemma árs afturkallaði lögreglustjóri afgreiðsluleyfið til klukkan sjö á kvöldin en ákvörðunin var kærð og meðan málið er í vinnslu hjá dómsmálaráðuneytinu er staðurinn opinn sem fyrr.

Verslunareigendur, starfsfólk og íbúar í nágrenni við veitingastaðinn Mónakó eru orðnir frekar leiðir á að hafa ólánsfólk, sem staðinn sækir, yfir sér frá morgni til kvölds alla daga vikunnar með öllu því ónæði sem því fylgir. Fólk sé stundum ofurölvi með drykkjulæti fyrir utan frá klukkan 11 á morgnana, mígi þar sem það sé statt og sofi áfengisdautt í undirgangi og görðum. Eftir að reykingabann hafi tekið gildi á veitingastöðum hafi gestum Mónakó verið gert mögulegt að fara út um neyðardyr út í undirgang á milli staðarins og næsta íbúðarhúss og þar safnist oft fyrir hópur ógæfufólks beint fyrir neðan svefnherbergisglugga í þremur íbúðum. Þessi truflun geri ástandið í íbúðunum óbærilegt og fólk veigri sér jafnvel við að fara þarna um.

Í dómsmálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að í lok mars hefði verið frestað réttaráhrifum þeirrar niðurstöðu að takmarka veitingatíma áfengis í veitingastaðnum Mónakó á meðan málið sé til meðferðar í ráðuneytinu, en hugsanlega liggi niðurstöður fyrir í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert