Tilnefningar til Grímunnar kynntar á morgun

Leiklistarverðlaunin Gríman voru afhent í kvöld.
Leiklistarverðlaunin Gríman voru afhent í kvöld. mbl.is/Kristinn

Leiklistarsamband Íslands hefur boðað til fréttamannafundar síðdegis á morgun á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þar sem kynnt verður hvaða sýningar og listamenn hljóta tilnefningar til Grímunnar - Íslensku leiklistarverðlaunanna á þessu ári.

Verðlaunin verða svo veitt við hátíðlega athöfn föstudaginn 13. júní í Þjóðleikhúsinu. Þetta verður í sjötta sinn sem Grímuhátíðin er haldin, en Gríman var fyrst veitt sumarið 2003 í Þjóðleikhúsinu. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu Sjónvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert