174 þúsund km hjólaðir

mbl.is/Kristinn

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands áætlar að hjólaðir hafi verið um 170 þúsund kílómetrar í átakinu hjólað í vinnuna, sem nú er hálfnað.  Orkusetur áætlar, að miðað við að meðalbíll eyði 11 lítrum af eldsneyti á hverja 100 km megi áætla að hámarksparnaður geti numið rúmlega 19 þúsund lítrum af eldsneyti og 34 tonnum af útblæstri koltvíssýrings.

Þá megi áætla að 5,5 milljónir kaloría hafi þurft til að skila hjólreiðamönnum alla þessa leið. Birgðastaða líkamsfitu á landinu sé hinsvegar býsna góð og hafi  farið vaxandi undanfarin ár þannig að nóg sé af slíku eldsneyti til brennslu.

Á vef orkuseturs er reiknivél þar sem hægt er að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima.

Heimasíða Orkuseturs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert