174 þúsund km hjólaðir

mbl.is/Kristinn

Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Íslands áætl­ar að hjólaðir hafi verið um 170 þúsund kíló­metr­ar í átak­inu hjólað í vinn­una, sem nú er hálfnað.  Orku­set­ur áætl­ar, að miðað við að meðal­bíll eyði 11 lítr­um af eldsneyti á hverja 100 km megi áætla að há­marks­parnaður geti numið rúm­lega 19 þúsund lítr­um af eldsneyti og 34 tonn­um af út­blæstri kolt­vís­sýr­ings.

Þá megi áætla að 5,5 millj­ón­ir kal­oría hafi þurft til að skila hjól­reiðamönn­um alla þessa leið. Birgðastaða lík­ams­fitu á land­inu sé hins­veg­ar býsna góð og hafi  farið vax­andi und­an­far­in ár þannig að nóg sé af slíku eldsneyti til brennslu.

Á vef orku­set­urs er reikni­vél þar sem hægt er að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og út­blæstri ef bif­reiðin er skil­in eft­ir heima.

Heimasíða Orku­set­urs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka