46 milljónir lítra af bensíni fluttar úr landi

 Um 46 milljónir lítra af bensíni, sem finnska olíufélagið Neste Oil hafði geymt í olíutönkum Olíudreifingar í Hvalfirði frá því í desember, voru í fyrradag fluttar áleiðis til Bandaríkjanna þar sem bensínið verður væntanlega selt með miklum hagnaði. Þar í landi hefur meðalverð á bensíni nefnilega hækkað um 27% á þessu tímabili, úr um þremur dölum fyrir gallonið í tæplega 3,8 dali.

Félagið leigði sjö af níu tönkum í Hvalfirði og í desember var bensíninu skipað þar upp til geymslu því Finnarnir höfðu ekki pláss fyrir það annars staðar. Ávallt var ætlunin að flytja það aftur úr landi.

Engu er hægt að slá föstu um raunverulegan gróða finnska fyrirtækisins af því að bíða með að selja eldsneytið en ef miðað er við útsöluverð á bensíni í Bandaríkjunum (sem er auðvitað ekki fyllilega sanngjarnt) er ljóst að gróðinn er mikill. Útsöluverð á 46 milljónum lítra af bensíni hefði verið um 36,5 milljónir dala í desember en í gær hefðu fengist um 46,5 milljónir fyrir sama magn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert