Alþjóðahús hlýtur Mannréttindaverðlaun

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, afhendir mannréttindaverðlaunin.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, afhendir mannréttindaverðlaunin. mbl.is/Frikki

Alþjóðahús hefur hlotið Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2008 sem nú er úthlutað í fyrsta sinn. Alþjóðahús hefur gegnt lykilhlutverki í mannréttindamálum í borginni og unnið ötult frumkvöðlastarf í þjónustu og fræðslu í þágu innflytjenda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Borgaryfirvöld hafa að undanförnu látið til sín taka á sviði mannréttindamála.  Af einstökum verkefnum má nefna þýðingu Mannréttindastefnu borgarinnar á fimm tungumál, þýðingu kjarnaefnis á heimasíðu Reykjavíkurborgar á þrjú tungumál, starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur, vinnu við verkáætlun í málefnum innflytjenda o.fl.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert