Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að einhleypum konum verði heimilað að fara í tæknifrjóvgun. Samkvæmt núgildandi lögum mega einungis konur í hjúskap, staðfestri samvist eða sambúð gangast undir tæknifrjóvgunaraðgerð en í greinargerð með frumvarpinu er bent á að hæfni einstæðra foreldra til að sjá barni fyrir þroskavænlegum uppeldisskilyrðum sé ekki dregin í efa og að almenn sátt hafi skapast um það fjölskylduform í þjóðfélaginu.