Norsk-íslenska síldin er komin í íslenska lögsögu í töluverðu magni að því er kemur fram á fréttavefnum skip.is. Hefur síldin sést í leiðangri r/s Árna Friðrikssonar sem verið hefur við síldar- og kolmunnamælingar í hafinu austur af landinu ásamt rannsóknaskipum frá Noregi, Færeyjum og Evrópusambandinu.