Sílamávarnir „sýknaðir"

„Sílamávurinn á ekkert í álftina. Álftin dræpi sílamávinn eins og að drekka vatn,“ segir fuglafræðingurinn Jóhann Óli Hilmarsson varðandi fréttir þess efnis að mávar hafi gert árás á álftapar á Bakkatjörn og étið egg þeirra.

Fréttin vakti mikla athygli í gær, en  margir fuglafræðingar hafa hins vegar átt erfitt með að trúa þessum fréttum - fannst þær harla ólíklegar. Skýringin sé einföld - mávar eigi ekki roð í álftir líkt og Jóhann Óli bendir á. 

Nánari athugun fuglafræðinga á aðstæðum á Bakkatjörn í gærkvöldi staðfesti að grunur þeirra reyndist á rökum reistur. Álftin sást liggja á tveimur eggjum og því er útlit fyrir álftarungar muni komast á legg á Seltjarnarnesinu.

Jóhann Óli  segir ljóst að einhver misskilningur sé á ferðinni hjá þeim sem telja sig hafa séð máva ráðast á álftir.

Vefur Fuglaverndarfélags Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert