Vinir Tíbets, sem hafa staðið fyrir mótmælastöðu utan við sendiráð Kína í Reykjavík á laugardögum undanfarnar vikur, segist vilja
senda kínversku þjóðinni samúðarkveðjur og styrk vegna náttúruhamfaranna, sem þar hafa valdið miklum hörmungum.
Fundur verður að venju utan við sendiráð Kína að Víðimel 29 klukkan 13 á morgu, til stuðnings baráttu Tíbeta fyrir mannréttinum í landi sínu. Segjast vinir Tíbest ætla að sýna kínversku þjóðinni velvilja sinn með því að hefja fundinn með bænum fyrir þeim sem þjást í Kína.