Ætlaq má að hátt í 3.000 ferðamenn komi til Vestfjarða í sumar til þess að stunda sjóstangaveiði. Um er að ræða nýja grein ferðaþjónustunnar þar sem fólk kemur í vikuferðir til sjóstangaveiða.
Nú bjóða tvö fyrirtæki upp á sjóstangaveiði. Það eru Hvíldarklettur, sem býður veiðina á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, og Sumarbyggð, sem flytur ferðamenn til Súðavíkur, Tálknafjarðar og Bíldudals. Þá er þriðja fyrirtækið, Kjarnabúð ehf., nýstofnað. Það starfar á Bolungarvík, en ferðafólk á vegum þess kemur hingað á næsta ári.
Öll fyrirtækin eiga í samstarfi við þýskar ferðaskrifstofur. Þeir sem hingað koma til sjóstangaveiða eru flestir karlmenn. Flestir þeirra eru Þjóðverjar, en einnig er nokkuð um aðra Evrópubúa.