Bílstjórar sofnuðu við akstur

mbl.is/Július

Tvö um­ferðaró­höpp áttu sér stað í dag á Ak­ur­eyri þar sem bíl­stjór­ar sofnuðu við akst­ur.

Um klukk­an 9:30 í morg­un sofnaði ökumaður und­ir stýri rétt fyr­ir norðan Ak­ur­eyri á hring­veg­in­um með þeim af­leiðing­um að bíll­inn valt. Ökumaður­inn var flutt­ur á slysa­deild og í ljós kom að hann slapp við meiri­hátt­ar meiðsli. Hann var einn í bíln­um. Bíll­inn er tal­inn ónýt­ur.

Um klukk­an 15 í dag sofnaði ökumaður und­ir stýri á Drottn­ing­ar­braut á Ak­ur­eyri með þeim af­leiðing­um að bíll­inn fór út af veg­in­um og lenti á ljósastaur. Að sögn lög­reglu var talið, að bíl­stjór­inn hefði sloppið með lít­ils­hátt­ar meiðsli en hann var einn í bíln­um. Bíll­inn telst gjör­ónýt­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert