Breytingar í vændum á Íbúðalánasjóði

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að áform um breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs hafi lengi legið í loftinu vegna kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) varðandi ríkisábyrgð á lánum sjóðsins. Í gær var frá því greint í tengslum við aðgerðir Seðlabankans að til stæði að gera breytingar á hlutverki sjóðsins á næsta þingi.

„Ætlunin er að aðgreina almenna lánakerfið frá félagslega kerfinu en þó þannig að það verði áfram til Íbúðalánasjóður með heildstæðu þjónustukerfi,“ segir Jóhanna. „Sjóðurinn verður því áfram hluti af því þjónustu- og öryggiskerfi sem hann hefur verið fyrir alla landsmenn. Þessar fyrirhuguðu breytingar munu hins vegar gefa okkur tækifæri til að styrkja félagslegan hluta hins opinbera íbúðalánakerfis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert