Enn hústaka í miðborginni

Sam­kvæmt ýt­ar­legri könn­un for­varna­sviðs Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins á ástandi mann­lausra húsa í miðborg Reykja­vík­ur, hef­ur verið brot­ist inn í þrjú hús í miðborg­inni frá því að hús­eig­end­um var gert að loka auðum hús­um í byrj­un apríl.

Góð viðbrögð hús­eig­enda

„Þetta gekk ótrú­lega vel fyrr sig því að all­ir hús­eig­end­ur brugðust við og lokuðu hús­un­um sín­um. En eins og ger­ist virðast ein­hverj­ir sækj­ast eft­ir því að kom­ast inn í þess­ar bygg­ing­ar og við töld­um því rétt að fylgj­ast með þessu og eins hvernig staða þeirra væri í dag.“

Tvö þeirra húsa, sem brot­ist hef­ur verið inn í nú eft­ir að þeim var lokað í apríl, standa við Bergstaðastræti en eitt þeirra stend­ur við Freyju­götu. Sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda eru um­merki um að fólk hafi hafst við í hús­un­um.

„Við gerðum eig­end­um þeirra viðvart og kröfðumst þess að hús­un­um yrði lokað. Við mun­um kanna ástand þeirra aft­ur eft­ir helgi og sinni eig­end­ur ekki fyr­ir­mæl­um okk­ar verður hús­um þeirra lokað á þeirra kostnað.“

Ná­grann­ar í hættu

„Borg­in á að skylda hús­eig­end­ur til að vakta hús sín á meðan þau eru lát­in standa auð, þangað til staf­ar okk­ur ná­grönn­un­um hætta af þess­um hús­um.“

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka