Mótmæli við kínverska sendiráðið

Rúmlega 20 manns söfnuðust fyrir framan kínverska sendiráðið um hádegisbilið í dag. Verið var að mótmæla framgöngu kínverskra yfirvalda  hvað varðar málefni í Tíbet.

Mótmælin stóðu yfir í um hálftíma. Lögregla var viðstödd mótmælin og að sögn varðstjóra fóru þau friðsamlega fram. 

Á fundinum í dag var sérstaklega beðið fyrir þeim  sem þjást í Kína eftir jarðskjálftann, sem reið yfir þar í landi á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert