Mótmæli við kínverska sendiráðið

Rúm­lega 20 manns söfnuðust fyr­ir fram­an kín­verska sendi­ráðið um há­deg­is­bilið í dag. Verið var að mót­mæla fram­göngu kín­verskra yf­ir­valda  hvað varðar mál­efni í Tíbet.

Mót­mæl­in stóðu yfir í um hálf­tíma. Lög­regla var viðstödd mót­mæl­in og að sögn varðstjóra fóru þau friðsam­lega fram. 

Á fund­in­um í dag var sér­stak­lega beðið fyr­ir þeim  sem þjást í Kína eft­ir jarðskjálft­ann, sem reið yfir þar í landi á mánu­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert