Reðasafnið á Reuters

Hið íslenska reðasafn er á Húsavík.
Hið íslenska reðasafn er á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Hið íslenska reðasafn í Húsavík fékk góða umfjöllun á fréttasíðu Reuters sl. fimmtudag og var þar rætt við Sigurð Hjartarson um þetta merkilega safn.

Sigurður er stofnandi safnsins og eigandi og byrjaði að safna gripum fyrir það árið 1974. Alls eru nú 261 sýningargripir frá 90 tegundum. Það kemur fram í greininni að það vantar reður úr manni en Sigurður þarf ekki að örvænta þar sem fjórir menn hafa lofað gersemi sinni þegar þeir eru fallnir frá. Þjóðverji, Íslendingur, Ameríkani og Breti hafa lofað Sigurði að fá reður sinn og sýna á safninu sínu. Íslendingurinn er 93 ára maður sem býr á Akureyri og var hann í miklu dálæti hjá kvenþjóðinni. Með því að sýna reður sinn á Reðursafninu telur hann að eilíf frægð bíði hans.

Sigurður opnaði safnið í Reykjavík fyrir árið 1997 voru 63 gripir á safninu, en þeim hefur heldur betur fjölgað. Safnið var opnað á Húsavík í maí 2004.

Fréttin hefur vakið talsverða athygli á fréttavef Reuters og var um tíma í vikunni meðal mest lesnu frétta þar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert