Aukinn sveigjanleiki í námslánum

Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) hefur endurskoðað reglur sjóðsins fyrir komandi vetur eins og venja er á þessum tíma árs.

Breytingarnar nú fela m.a. í sér að hámark framfærslulána hækkar í 100.600 kr. á mánuði 2008-2009 en var 94.000 kr. á mánuði á liðnum vetri. Enn munu 10% tekna koma til skerðingar námslána en verður áhrifum tekna nú dreift hlutfallslega niður á þær einingar sem námsmaður lýkur.

Garðar Stefánsson, fulltrúi Sambands íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), segir stjórn sjóðsins hafa samþykkt reglur sem auka verulega á svigrúm námsmanna til að ljúka námi á hraða sem þeim hentar. „Til að fá útborguð einhver framfærslulán þurfa námsmenn nú að ljúka 33% af fullu námi, en þurftu áður að ljúka að lágmarki 75% af fullu námi yfir námsárið. Reiknað er með að þetta bæti verulega aðstöðu þeirra sem stunda nám með vinnu eða stunda fjarnám,“ segir hann, en upphæð framfærsluláns verður eftir sem áður greidd skv. hlutfalli ef námsmaður lýkur minna en samsvarar fullu námi yfir veturinn.

Gunnar I. Birgisson er formaður sjóðstjórnar LÍN og segir hann reglunum hafa verið umbylt. „Sveigjanleikinn er langtum meiri en hefur verið, og bylting fyrir námsmenn að geta hagað námi sínu hvort heldur hratt eða hægt,“ segir hann, en bætir þó við að framundan sé vinna við að slípa reglurnar til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert