Greiðfært er á öllum aðalleiðum.
Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir víða og eru flutningsaðilar beðnir að kynna sér það nánar í síma 1777. Framkvæmdir eru við nýtt hringtorg Kársnesbrautar, Nýbýlavegar, Skeljabrekku og aðrein Hafnarfjarðarvegar (40). Að auki á eftir að ljúka framkvæmdum á Nýbýlavegi á milli Auðbrekku og Birkigrundar en þessar framkvæmdir verða í gangi næstu 6-8 vikurnar.
Vegfarendur eru minntir á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Ætlast er til að fólk fari varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Mikilvægt er að virða hraðatakmarkanir.