Greiðfært á öllum aðalleiðum

Greiðfært er á öllum aðalleiðum.   

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir víða og eru flutningsaðilar beðnir að kynna sér það nánar í síma 1777. Framkvæmdir eru við nýtt hringtorg Kársnesbrautar, Nýbýlavegar, Skeljabrekku og aðrein Hafnarfjarðarvegar (40).  Að auki á eftir að ljúka framkvæmdum  á Nýbýlavegi á milli Auðbrekku og Birkigrundar en þessar framkvæmdir verða í gangi næstu 6-8 vikurnar.  

 Vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og tillitsemi. Einnig er unnið viðslitlagsviðgerðir í Norðurárdal og á Borgarfjarðarbraut og þar er hætta á grjótkasti. 

Vegfarendur eru minntir á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Ætlast er til að fólk fari varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Mikilvægt er að virða hraðatakmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert