Kennara vikið frá störfum í Borgaskóla

Kenn­ara við Borga­skóla hef­ur verið vikið frá störf­um vegna óviðeig­andi hegðunar gagn­vart stúlk­um í 9. og 10. bekk skól­ans. Brott­vikn­ing­in tók gildi í byrj­un mars, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í Frétta­blaðinu.

Í bréfi sem Inga Þ. Hall­dórs­dótt­ir, skóla­stjóri Borga­skóla, sendi i for­eldr­um barna við skól­ann seg­ir að málið hafi fyrst komið á borð um­sjóna­kenn­ara 11. janú­ar síðastliðinn. Þá hafi verið rætt við kenn­ar­ann og hann beðinn að breyta hegðun sinni.
„Tím­inn sem líður frá því þegar fyrstu stúlk­urn­ar sögðu um­sjón­ar­kenn­ara sín­um frá líðan sinni til þess tíma er annað mál kem­ur upp er of lang­ur," seg­ir í bréfi skóla­stjór­ans. Þann tíma hefði kenn­ar­inn fengið til að breyta hegðun sinni en rétt­um mánuði síðar hafi móðir stúlku í 10. bekk komið með dótt­ur sinni til fund­ar við um­sjón­ar­kenn­ara vegna at­viks í lok kennslu­stund­ar vik­unni áður.


Þá seg­ir að í kjöl­far máls­ins hafi sviðsstjóri Mennta­sviðs ákveðið að fer­ill verði mótaður hjá sviðinu ef mál af þessu tagi koma upp í framtíðinni. Ragn­ar Þor­steins­son, sviðsstjóri seg­ir þá vinnu í bíg­erð og verið sé að mynda starfs­hóp sem í munu sitja full­trú­ar Mennta­sviðs, barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, þjón­ustumiðstöðvanna í Reykja­vík og full­trúi skóla­stjóra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka