OR og Hafnarfjörður áfrýja

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins um að Orkuveitan megi ekki eiga meira en 3% í Hitaveitu Suðurnesja hefur verið kærður til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Orkuveitan og Hafnarfjarðarbær krefjast þess að Orkuveitan megi eiga tæplega þriðjung, og þá er miðað við að Orkuveitan geti keypt hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitunni. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Aðalkrafa Orkuveitu Reykjavíkur er sú að úrskurðinum verði hnekkt, en til vara er þess krafist að Orkuveitan megi eiga meira en 3%. Hafnarfjarðarbær hefur einnig ákveðið að áfrýja úrskuðinum en til þrautarvara krefst Hafnarfjarðarbær þess að úrskurðurinn standi. Í áfrýjuninni kemur meðal annars fram að Hafnarfjarðarbær leggi mikla áherslu á að áfrýjunarnefndin fari að dæmi Samkeppniseftirlitsins og ógildi ekki kaupsamning bæjarins og Orkuveitunnar um kaupin á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja.

Hafnarfjarðarbær telur að Orkuveitan hafi beinlínis gert ráð fyrir því í yfirlýsingu frá því í fyrrasumar að hluturinn yrði seldur aftur eftir að búið væri að kaupa hann af Hafnarfjarðarbæ. Þar með sé gert ráð fyrir því að kaupin standi og því eigi ekki að ógilda þennan samning.Áfrýjunarnefndin hefur sex vikur til að úrskurða í málinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert