Slagsmál og ólæti í Keflavík

Mikið var að gera hjá lögreglu á Suðurnesjum vegna slagsmála og óláta í miðbæ Keflavíkur. Þrír gistu fangaklefa vegna ölvunar og óláta. Lögregla var fimm sinnum kölluð til vegna hávaða í heimahúsum.

Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um eld í númerslausrum bíl á Fitjabraut í Njarðvík. Dælubíll frá Brunavörnum Suðurnesja sá um að slökkva eldinn en bíllinn var ónýtur á eftir.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut í gærkvöldi og nótt þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hraði þeirra mældist 121 km, 127 km, 130 km og 134 km.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert