Telur sig vita hverjir stóðu á bak við árásirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vita hverjir stóðu á bak við árásirnar í gærkvöldi en ráðist var á dyravörð inni á skemmtistað og á mann út á götu í Þverholti. Fjöldi fólks varð vitni að því er nokkrir menn stukku út úr bíl og réðist á manninn, sem var m.a. barinn í höfuðið með barefli.  

MIkill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Bifreið hafnaði á strætisvagni á Miklubraut laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Bifreiðin lenti svo utan vegar og á grindverki sem skilur milli akreina. Tveir eru í haldi vegna málsins og eru þeir grunaðir um ölvun. Ekki er vitað hvor þeirra ók bílnum.  

Klukkan rúmlega 11 í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem hrapaði af svölum á Njálsgötu. Hann var staddur í gleðskap þegar hann tók upp á því að klifra fram af svölum íbúðarinnar yfir í nærliggjandi tré. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Einnig var 17 ára gamall ökumaður tekinn fyrir að keyra á 157 kílómetra hraða á Reykjanesbraut til móts við Smáralind í nótt en hámarkshraði þar er 70 km.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert