Titringur á Skjálfanda

Jarðskjálfti varð kl. 9.04 í gærmorgun í mynni Hvalvatnsfjarðar og mældist 3,1 að stærð á Richters-kvarða.

Voru upptök skjálftans í Húsavíkur-Flateyjar-misgenginu, um 8 km vestan við Flatey á Skjálfanda.

Er ekki vitað til að skjálftinn hafi fundist og má því reikna með að flestir íbúar á svæðinu hafi sofið rótt þegar hann reið yfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert