Bygging Bitruvirkjunar óviðunandi

Af vefnum Hengill.nu
Af vefnum Hengill.nu

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að bygging Bitruvirkjunar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Segir í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.

Skipulagsstofnun segir, að um sé að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins. Það búi yfir stórbrotnu landslagi, sem m.a. einkennist af fjölbreyttri hveravirkni. Fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis. 

Orkuveita Reykjavíkur hefur áformað að reisa nýja jarðgufu/varmavirkjun á Bitrusvæðinu sem geti nægt til allt að 135 MW rafmagnsframleiðslu. Virkjunarsvæðið er að mestu í Sveitarfélaginu Ölfusi en að hluta innan Grímsness- og Grafningshrepps.

Um er að ræða ramkvæmdir sem samanstanda af mörgum framkvæmdaþáttum á um 285 hektara skilgreindu framkvæmdasvæði. Samkvæmt matsskýrslu eru markmið með fyrirhugaðri framkvæmd að mæta aukinni eftirspurn atvinnuvega eftir raforku. Áætlað var að hefja framkvæmdir á þessu ári og að raforkuframleiðsla hæfist árið 2011.

Álit Skipulagsstofnunar í heild 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka