Verulegur samdráttur hefur orðið í viðskiptatengdri ferðaþjónustu og má rekja það beint til niðursveiflu í íslensku efnahagslífi að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustu. Um er ræða þá erlenda gesti sem kaupa hvað mesta þjónustu meðan þeir dvelja hér á landi.
Erna segir í sjónvarpi mbl, að hinn almenni ferðamaður virðist ætla að halda áfram að heimsækja landið en þeim hafi fækkað umtalsverð sem koma til Íslands í viðskiptaerindum og fari í ferðir í tengslum við þau.
Aðrar helstu sjónvarpsfréttir mbl:
Þriggja daga þjóðarsorg í Kína
Gengi krónunnar hækkar
Ofbeldi gegn innflytjendum í Suður-Afríku
Hægt að draga verulega úr lyfjakostnaði
Á batavegi eftir árásir
Stuð í Belgrad