Götur miðborgar þaktar áróðri

Þeir sem hengdu upp vegg­spjöld á víð og dreif um miðborg­ina á laug­ar­dag mega eiga von á kæru og kröfu um að þeir greiði hreins­un­ar­kostnað, að sögn verk­efn­is­stjóra hjá Reykja­vík­ur­borg.

Fram­kvæmda- og eigna­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar var til­kynnt um vegg­spjöld­in um kl. 13 á laug­ar­dag en þau þöktu hús, staura og raf­magns- og tengi­kassa, m.a. á Lauga­vegi, Skóla­vörðustíg, Hverf­is­götu og í nær­liggj­andi göt­um.

Þótt veg­far­end­um hafi mörg­um þótt óþrifnaður að vegg­spjöld­un­um var það ekki síður boðskap­ur­inn sem vakti litla hrifn­ingu, en þar gaf að líta skýr áróður gegn inn­flytj­end­um. Sýndi vegg­spjaldið teiknaða mynd af þrem­ur hvít­um kind­um sem stjaka svartri kind út af sínu svæði.

Vegg­spjöld­in voru merkt sviss­neska flokkn­um SVP, Schweizer­ische Volk­spar­tei, sem er hægri-þjóðern­is­hyggju­flokk­ur sem notið hef­ur sí­vax­andi fylg­is síðustu 17 ár.

Voru vegg­spjöld­in bæði á þýsku og ís­lensku, með slag­orðunum „Tryggj­um ör­yggið“ eða „Sicher­heit schaf­fen“ og „Okk­ar friðhelgi, mín­ir heima­hag­ar“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert