Samfylking ekki fylgjandi hrefnuveiðum

Hrefnuveiðibáturinn Njörður mun væntanlega halda til hvalveiða í dag.
Hrefnuveiðibáturinn Njörður mun væntanlega halda til hvalveiða í dag. mbl.is/Alfons

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að það sé  skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi ákvörðun um að gefa út hrefinuveiðikvóta.

„Nú þegar sjávarútvegsráðherra tekur ákvörðun um útgáfu reglugerðar um hrefnuveiðikvóta, er það skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi þessari ákvörðun. Útgáfa reglugerðar um hrefnuveiðikvóta er ákvörðun sjávarútvegsráðherra, tekin í framhaldi af stefnu sem hann mótaði 2006.

Sjávarútvegsráðherra hefur stjórnskipulegt forræði á útgáfu reglugerðar sem þessarar án þess að hún komi til afgreiðslu í ríkisstjórn. Sem utanríkisráðherra tel ég að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þrátt fyrir að kvótinn sé minni í ár en fyrri ár. Ég mun á erlendum vettvangi og þar sem þess gerist þörf útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins sem að baki liggja," segir í yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka