Hrefnuveiðar tilgangslausar

Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibátinn Njörð KÓ.
Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibátinn Njörð KÓ. AP

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að hrefnuveiðar á þessu ári muni skaða Ísland og einnig sé ljóst, að enginn markaður sé fyrir kjöt af 40 hrefnum. Gefin verður út reglugerð fyrir 40 dýra hrefnuveiðikvóta í dag.

Árni segist telja, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, geti ekki hleypt þessu máli framhjá sér án þess að mótmæla veiðunum með einhverjum hætti því ljóst sé, að hrefnuveiðar muni ekki auðvelda starf íslenskra sendimanna, sem vinna við að afla framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna fylgi. 

Þá sagði Árni ljóst, að grundvöllur atvinnuveiða á hrefnu væri ótraustur og markaður fyrir kjötið hér á landi væri lítill. Hrefnuveiðimenn hefðu síðustu tvö ár stundað vísindaveiðar fyrir Hafrannsóknastofnun en nú þurftu þeir sjálfir að greiða kostnað við olíu, laun og vistir.

„Niðurstaðan er því sú, að veiðarnar munu aðeins valda vandræðum en hjálpa engum," sagði Árni.

Hann bætti við, fyrir tæpum tveimur árum hefðu  forsvarsmenn hvalveiða haldið til veiðanna með það fyrir augum að flytja út hvalkjöt til Japan. Þessi fyrirhugaða kvótaúthlutun í dag staðfesti að ekkert verður af því, en ekki verður gefinn út kvóti til veiða á langreyði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert