Nærri 11% aukning á nautakjötssölu

Á und­an­förn­um 12 mánuðum voru seld hér á landi 3710 tonn af inn­lendu nauta­kjöti. Það er aukn­ing um 10,6% frá sama tíma­bili árið á und­an, að sögn Lands­sam­bands kúa­bænda. 

Fram­leiðslan hef­ur á sama tíma­bili auk­ist um nærri 12%. Nem­ur birgðaaukn­ing á tíma­bil­inu um 30 tonn­um og eru birgðir af nauta­kjöti nú um 55 tonn, sem nem­ur rúm­lega þriggja daga slátrun.

Inn­flutn­ing­ur nauta­kjöts fyrstu 3 mánuði árs­ins var 86,5 tonn miðað við 55 tonna inn­flutn­ing á sama tíma­bili árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert