Tveir ökumenn voru handteknir á Akranesi í síðustu viku, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir, sem báðir eru undir tvítugu reyndust undir áhrifum kannabisefna og amfetamíns og hjá báðum greindist MDMA sem er uppbyggingarefnið í e-töflum.
Lögreglan á Akranesi segir, að þetta renni stoðum undir þá kenningu. að e-töflur séu aftur orðið vinsælt efni meðal ungmenna en einnig hafi vinsældir LSD aukist aftur meðal neytenda eftir margra ára lægð.
Lítilræði af hassblönduðu tóbaki og hassmoli fundust á farþegum í öðrum bílnum.