Slys á Njarðvíkurbraut

Frá slysstað á Njarðvíkurbraut í dag.
Frá slysstað á Njarðvíkurbraut í dag. mbl.is/Himar Bragi

Torfæruhjól og fólksbíll lentu í árekstri á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík um sex leytið í kvöld. 14 ára gamall piltur ók torfæruhjólinu og að sögn lögreglu rotaðist hann og var fluttur með sjúkrabíl til læknisskoðunar. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað. Pilturinn mun ekki hafa virt biðskyldu á gatnamótunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert