Framkvæmdir við byggingu snjóflóðavarnargarðs ofan Holtahverfis á Ísafirði ættu ekki að hafa áhrif á íbúafjölda en verði hins vegar ekki af byggingu snjóflóðavarna og farið þess í stað í að kaupa upp hús á hættusvæðum mun íbúum fækka.
Þetta kemur fram í frummatsskýrslu Tækniþjónustu Vestfjarða sem send hefur verið bæjaryfirvöldum til kynningar. Snjóflóðavarnir gætu haft áhrif á verðgildi íbúða næst varnargarðinum á meðan framkvæmdum stendur, en ólíklegt er að þær valdi varanlegri verðlækkun. Íbúar þeirra húsa sem næst standa framkvæmdasvæðinu munu verða fyrir töluverðu ónæði vegna hávaða og rykmengunar frá vinnuvélum. Vinnusvæðið verður allt afmarkað og svæðið næst byggðinni girt af.
Samkvæmt hættumati sem unnið var árið 2005 er talið
hagkvæmast að byggja þvergarð fyrir ofan fjölbýlishúsin við Stórholt og
upptakastoðvirki í Bröttuhlíð í fjallinu Kubba.