Tillaga um að taka við flóttamönnum samþykkt einróma

Frá Akranesi.
Frá Akranesi. mbl.is/ÞÖK

Samþykkt var með 9 sam­hljóða at­kvæðum á fundi bæj­ar­stjórn­ar Akra­ness í kvöld, að fela bæj­ar­stjóra, bæj­ar­rit­ara og sviðsstjóra fjöl­skyldu­sviðs að taka upp viðræður við fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyti um mót­töku og þjón­ustu við flótta­fólk, allt að 30 manns.

Á fund­in­um var einnig kosið á ný í nefnd­ir og ráð en nýr meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks var myndaður í bæj­ar­stjór­inni í síðustu viku þegar Kar­en Jóns­dótt­ir, sem var full­trúi frjáls­lyndra og óháðra, gekk til liðs við sjálf­stæðis­menn.

Ástæðan sem Kar­en gaf upp fyr­ir þess­um flokk­skipt­um var andstaða Magnús­ar Þórs Haf­steins­son­ar, vara­bæj­ar­full­trúa og vara­for­manns Frjáls­lynda flokks­ins, við að bær­inn taki við þrjá­tíu land­flótta Palestínu­mönn­um. Magnús var formaður fé­lags­málaráðs Akra­ness en í hans stað var Tryggvi Bjarna­son, lög­fræðing­ur, kjör­inn formaður á fund­in­um í kvöld. 

Fund­ar­gerð bæj­ar­stjórn­ar­fund­ar­ins í kvöld

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert