Valsmenn hf. fengu í síðustu viku greiddar 100 milljónir króna í tafabætur frá Reykjavíkurborg þar sem borgin hefur enn ekki gefið út lóðaleigusamninga fyrir landið. Félagið á byggingarlandið við Hlíðarenda sem ekki fór undir íþróttamannvirki Vals.
Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir greiðslurnar vera í samræmi við samning sem gerður var við Valsmenn hf. í apríl 2006. „Það er ákvæði í samningnum um það að ef lóðaleigusamningar eru ekki útgefnir 15. júlí 2007 muni Valsmenn hf. fá greiddar sem nemur tíu milljónum króna á mánuði sem líður frá þeim tíma.“