3 strákar villtust í Þórsmörk

Frá Þórsmörk.
Frá Þórsmörk. mbl.is/Brynjar Gauti

Þrír strákar villtust í Þórsmörk í dag en komu í leitirnar klukkan rúmlega 21 í kvöld. Höfðu þeir þá verið týndir í um 5 klukkustundir.

Strákarnir eru nemendur í Grundarskóla á Akranesi. Þeir fóru í gönguferð og rötuðu ekki til baka. Þeir voru blautir og kaldir þegar skálavörður í Langadal fann þá en strákarnir óðu yfir á þegar þeir reyndu að komast til baka, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka