90 milljónum úthlutað úr Pokasjóði

90 milljónum var úthlutað úr Pokasjóði í dag
90 milljónum var úthlutað úr Pokasjóði í dag mbl.is/Ásdís

Pokasjóður verslunarinnar úthlutaði í dag 90 milljónum króna til 98 verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar. Að þessari úthlutun meðtalinni hefur Pokasjóður veitt 800 milljónum króna til verkefna sem stuðla að almannaheill.

Þetta er þrettánda úthlutun Pokasjóðs. Að sjóðnum standa 160 verslanir um land allt, þar á meðal matvöruverslanir, vínbúðir, húsgagnaverslanir, bókabúðir og aðrar sérvöruverslanir. Pokasjóður hefur tekjur af sölu plastburðarpoka í þessum verslunum. Sjóðurinn úthlutar styrkjum til verkefna á sviði umhverfismála, mannúðarmála, lista, menningar, íþrótta og útivistar, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert