Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæð um 16,9 milljarða króna á síðasta ári en var neikvæð um 4,3 milljarða króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningum Reykjavíkur, sem nú er fjallað um á borgarstjórnarfundi.
Heildareignir A- og B-hluta samstæðunnar námu 314 milljörðum í árslok 2007 og jukust um 37 milljarða milli ára. Heildarskuldir voru 155 milljónir og jukust um 49 milljarða. Eigið fé var 159 milljarðar.
Rekstartekjur A-hluta námu tæplega 61 milljarði króna og jukust um 10 milljarða á milli ára. Þar af námu skatttekjur 45,9 milljörðum króna en voru 40 milljarða árið 2006.
Rekstarniðurstaða Aðalsjóðs, sem tekur til almenns reksturs borgarinnar, var jákvæð um 16,4 milljarða króna en þar af var hagnaður af sölu eignarhluta borgarinnar í Landsvirkjun rúmir 10 milljarðar.