Ferðaþjónustan mótmælir hvalveiðum

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er  harðlega fyrirhuguðum hrefnuveiðum sem sjávarútvegsráðherra hefur nú heimilað.

Í ályktuninni segir að ljóst sé, að hvalveiðar skaði ímynd Íslands í flestum viðskiptalöndum auk þess sem veiðarnar hafi fram að þessu verið við ströndina, samkvæmt veiðikortum Hafrannsóknarstofnunar, og hafi haft mjög slæm áhrif á hvalaskoðun sem sé orðin mjög mikilvæg afþreying í íslenskri ferðaþjónustu. 

„Þar sem ekki hefur tekist að selja hvalkjöt til annarra landa og eftirspurn takmörkuð við íslenska markaðinn er ljóst að með veiðunum er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni eins og samtökin hafa bent á í áraraðir," segir í ályktuninni. Hvetja Samtök ferðaþjónustunnar  ríkisstjórnina til að stöðva þessar tilgangslausu hvalveiðar áður en þær skaða aðrar atvinnugreinar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka