Gunnhildur Arna tekin við ritstjórn 24 stunda

Þröstur, Elín Albertsdóttir fulltrúi ritstjóra, Björg Eva, Gunnhildur Arna og …
Þröstur, Elín Albertsdóttir fulltrúi ritstjóra, Björg Eva, Gunnhildur Arna og Magnús

Ólaf­ur Þ. Stephen­sen hef­ur sleppt rit­stjórn­artaum­un­um af 24 stund­um og Gunn­hild­ur Arna Gunn­ars­dótt­ir tekið við þeim.

„Ég er stolt­ast­ur af að hafa komið lestri blaðsins úr 36% í yfir 50%. Það er mjög ánægju­legt til þess að vita að meira en helm­ing­ur þjóðar­inn­ar tel­ur blaðið nógu gott til að gefa því gaum á hverj­um degi,“ seg­ir Ólaf­ur sem er næsti rit­stjóri Morg­un­blaðsins og rit­stjóri Árvak­urs.

Gunn­hild­ur seg­ir mark­miðið að halda áfram að saxa á æ minnk­andi for­skot Frétta­blaðsins með öfl­ugri blaðamennsku. Hún hef­ur ráðið þriðja frétta­stjór­ann og hóf hann störf í gær. „Magnús Hall­dórs­son kem­ur af Frétta­blaðinu og starfar við hlið þeirra Bjarg­ar Evu Er­lends­dótt­ur og Þrast­ar Em­ils­son­ar.“

Gunn­hild­ur seg­ir sókn­ar­fær­in meðal ann­ars fel­ast í öfl­ugra helgar­blaði. „Við ætl­um að efla laug­ar­dags­blaðið þannig að það verði blaðið sem kem­ur í stað bók­ar á nátt­borði les­enda. Heiðdís Lilja Magnús­dótt­ir, fyrr­um rit­stjóri Nýs Lífs, hef­ur verið ráðin til að efla það með okk­ur,“ seg­ir hún og boðar breytt og enn betra blað frá 3. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert